Örvitinn

Ýmislegt

Ég fór með Ingu Maríu á fótboltaæfingu í gær, eftir að ég skutlaði Kollu í ballet. Í þetta skipti kláraði Inga María æfinguna og var bara ansi sátt. Það voru tveir þjálfarar í gær og brjálaði drengurinn var ekki á staðnum. Aftur vann Inga María stórfiskaleikinn. Hún er nokkuð lunkin í honum, bæði er hún snögg og svo kann hún að breyta um stefnu á fullri ferð. Það ætti að nýtast í fótboltanum.

Sjálfur fór ég í ágætan fótbolta í Safamýrinni í hádeginu. Fyrsta skipti sem ég fer í salinn þar. Fínn salur.Eftir bolta fór ég í 10/11 og byrgði mig upp af skyr.is og léttsúrmjólk. Átak? Tja, best að spara yfirlýsingarnar. Ekki er vanþörf á heljarátaki.

Ég hef ekki tekið ljósmynd frá því á föstudag, það gengur náttúrulega ekki. Ljósmyndun er eins og allt annað, maður þarf að æfa sig ef maður vill ná einhverri færni.

Á föstudaginn stillti ég gömlu vélinni upp og tók myndir af afmælisboði Trackwell á 15 sekúndna fresti í um tvo og hálfan tíma, að sjálfsögðu sjálfvirkt! Bjó svo til myndband. Mér finnst þetta nokkuð vel heppnað þó sjónarhornið hafi ekki verið nógu gott, ég hefði þurft að beina myndavélinni lengra til vinstri. N.b. þetta er náttúrulega bara fjögurra mínútna myndband af fólki í kokteilboði - eins óáhugavert og það getur orðið :-)

Myndbandið er 42MB wmv skrá, innanlandsniðurhal ef ykkur langar að skoða. Ég mæli með því að hlustað sé á hljóðið um leið því með myndbandinu hljómar afskaplega gott lag. Ég gekk um teitið með nýju vélina og tók slatta af myndum, nokkrar komu ágætlega út. Það verður samt að segjast að ég er ekkert sérstakur samkvæmisljósmyndari. Þarf a.m.k. að æfa mig betur.

dagbók