Örvitinn

Viðhlæjendur

Eitt það versta sem getur komið fyrir misheppnaða grínista er að eignast misheppnaða viðhlæjendur. Gagnrýnislausa aðdáendur sem elta þá á röndum og hlæja í hvert sinn sem grínistinn prumpar eða gerir eitthvað annað álíka ómerkilegt. Hætt er við því að grínistar hætti að vera fyndnir og viðhlæjendur hætti að geta hugsað. Og þó, það er reyndar forsendan í þessu tilviki, ekki afleiðingin.

Jæja, kannski er gott að misheppnaðir grínistar hafi viðhlæjendur. Best þegar grínistar gerast viðhlæjendur hvors annars, þá sameinast forsenda og niðurstaða. Það er afskaplega hagkvæmt þegar út í það er farið því þá fækkar breytunum og eins og allir vita, þá er gott að geta fækkað breytum.

(Hef ákveðið að herma eftir Óla Gneista og búa til sér flokk fyrir dylgjublogg)

dylgjublogg