Örvitinn

Austurlandahraðlestin komin í Kópavog

Eru ekki allir með það á hreinu að Austurlandahraðlestin er komin í Kópavog, Hlíðarsmára 8, rétt hjá Nings?

Við komum við þar áðan, eftir að stelpurnar sóttu mig í fótbolta, og keyptum kvöldmat. Ég mæli með Kjúkling „65“ og nan brauði. Held samt að nan brauðið sé betra niðrí bæ. Þetta er huggulegur staður. Við gripum matinn samt með okkur, áttum kalda hvítvínsflösku hérna heima.

Mæli með þessu. Hiklaust. Þau mættu samt skella einhverju lambakjöti á matseðlinn.

Sem minnir mig á að við hjónin stefnum á að heimsækja Austur Indía félagið bráðlega. Lambakjöt maríenerað í sætu mangó chutney er komið aftur á matseðilinn. Í minningunni er það besti matur í geimi.

matur