Örvitinn

Mýrin

Skelltum okkur í Háskólabíó til að kíkja á Mýrina eins og allir hinir. Þetta var ferðarinnar virði (ég hefði sagt hverrar krónu, en bíóferðin kostaði okkur hjónin þrúþúsund og þrjúhundruð krónur þannig að ég sleppi þeim frasa þó hann mætti svosem nota). Afar fín mynd, eflaust ein allra besta íslenska myndin.

Byrjun myndarinnar er eiginlega of mikið fyrir feður ungra stúlkna. Ég las bókina fyrir nokkru og man að mér þótti hún ansi góð, veit ekki hvort það skiptir nokkru máli hvort fólk hefur lesið bókina eða ekki þegar það sér þessa mynd - ég held ekki.

Myndatakan var á tíðum ansi flott, stundum ekki jafn vel heppnuð. Skrítið að vera allt í einu farinn að spá svona mikið í því.

Ég fór síðast í kvikmyndahús fyrir hálfu ári!

kvikmyndir