Örvitinn

Afmælisgjöf kom til landsins, humarveisla í kvöld

Gyða talar í gemsann Afmælisgjöfin hennar Gyðu kom til landsins í dag, Fujifilm F30 myndavél. Gyðu langaði í litla myndavél sem hún getur notað með því að "ýta á takka" án þess að pæla mikið og svo vildi hún geta tekið vídeó. Ég stúderaði málið og komst að því að þessi myndavél hentar vel. Hún er ódýr, afar góð í litlu ljósi (í sér klassa þar af þessum litlu vélum) og tekur fín vídeó. Keypti 2GB xd kort með svo hún lendi ekki í vandræðum með myndböndin. Laumaði svo einni ódýrri fjarstýringu fyrir D200 með í pakkann. Myndina af Gyðu tók ég með nýju vélinni.

Ég tók humar úr frysti í gærkvöldi og eldaði í kvöld. Klauf humarinn í tvennt og raðaði í ofnskúffu. Bjó til hvítlaukssmjör (hvítlaukur, smjör, krydd, sherrí og sítrónusafi) og skellti ofan á. Sauð spagettí með og hellti humarhvítlaukssmjörsoði yfir eftir að humarinn var tilbúinn. Svona leit humarinn út nýkominn úr ofninum (myndin tekin með nýju vélinni hennar Gyðu). Úff, við borðuðum yfir okkur af humar í kvöld, yndislegt.

Ég á ennþá einn pakka af humar eftir úti í frystikistu.

dagbók græjur matur