Örvitinn

Rasismi, hvalveiðar og kynjahlutfall í prófkjörum

Ætli það sé merki um skammdegisþunglyndi að ég hef enga löngun til að blogga um þessi málefni? Skoðanir hef ég, sumar jafnvel nokkuð mótaðar en ég nenni ekki að láta þær uppi. Þegar ég lít yfir síðustu blogg er augljóst að fáar skoðanir koma þar fram fyrir utan álit mitt á veitingastöðum.

Er kannski hugsanlegt að maður láti fólki úti í bæ, grínista sem aðra, þagga niður í sér ómeðvitað? Ég veit það ekki, eflaust er þetta bara bloggleti. Nóg get ég svosem lesið um þetta á öðrum vefsíðum.

Ég get þó sagt að ég hafi sterka skoðun á því þegar trúfélög herja á börn.

Ýmislegt