Örvitinn

Davíð Þór Jónsson delerar...

Grínistinn og trúmaðurinn Davíð Þór heldur áfram að rembast við að sannfæra sjálfan sig og aðra um að allir séu vondir við hann, ljúfa saklausa lambið. Mikið óskaplega á hann bágt.

Í tveimur af þessum atriðum sem hann telur upp vísar hann á síðuna mína. Best ég geri tilraun til að útskýra málið. 'A' stendur fyrir asni hjá Davíð Þór.

D: Mér finnst þið dónalegir.
A: Hvernig dettur þér í hug að halda því fram að þú sért yfir gagnrýni hafinn?

Alveg virðist það hafa farið framhjá Davíð að gagnrýni okkar Vantrúarsinna snerist fyrst og fremst um það að hann hafði okkur og aðra trúleysingja fyrir rangri sök. Davíð Þór hefur reynt að finna færslur á þessum vef og Vantrúarvefnum til að réttlæta ásakanir sínar eftirá en þær tilraunir hans eru satt að segja afar illa heppnaðar. Auðvitað má hann segja að við séum dónalegir, alveg eins og við höfum rétt á því að taka mark á því eða ekki. En það er afskaplega pirrandi til lengdar þegar fólk skrumskælir málflutning okkar. Stundum kemur jafnvel fyrir að lítill bloggari svarar á bloggi sínu þegar hraunað er yfir hann á baksíðu mest lesna dagblaðs landsins.

D: Ástin, fegurðin og trúin eru handan rökhugsunar mannsins.
A: Þú þykist semsagt yfir það hafinn að þurfa að rökstyðja nokkurn skapaðan hlut sem þú segir?

Hér er um að ræða viðbrögð við baksíðupistli Fréttablaðsins þar sem Davíð Þór skrifaði meðal annars:

"Rök eru þurr og leiðinleg, fyrirsjáanleg og þarafleiðandi fullkomlega húmorslaus. Rökvillur eru fyndnar."

Ekki veit ég undan hverju hann er að væla, viðbrögðin við pistlinum eru í fullkomnu samræmi við innihaldið. Þetta svar Evu við svipuðum pælingum Davíðs (eða var það sömu) fannst mér nokkuð gott og hef litlu við það að bæta. Davíð Þór ekki heldur. Hann kvartar bara áfram.

Niðurstaða málsins virðist vera þessi. Davíð Þór Jónsson er maður með ákaflega sterkar skoðanir sem ekki þolir að láta leiðrétta sig eða andmæla sér. Þeir sem mótmæla honum eru asnar. Meðal "asnanna" er Björn en titilinn fær hann m.a. fyrir þessi afskaplega málefnalegu svör hér! Ætli Daníel sé ekki einn asnanna líka? Þetta er því ekki svo slæmur hópur :-)

Nú hefur Davíð Þór Jónsson kallað mig asna og Eyvindur Karlsson notaði orðið vanviti til að lýsa mér. Báðir gagnrýna þeir Vantrú (og þar af leiðandi mig) fyrir að tala ónærgætilega um trúmenn og gera lítið úr vitsmunum þeirra. Þær ásakanir eru reyndar rangar en þversögnin í hegðun þeirra og ásökunum á aðra er dálítið skondin.

Þetta er reyndar ekki dylgjublogg, því ég nefni menn með fullu nafni, en ég set þetta samt í þann flokk.

Þess má geta að ólíkt Davíð mun ég ekki eyða út athugasemdum þeirra sem ekki eru sammála mér. Mér finnst það afar barnaleg hegðun.

ps.

Smá ábending til Davíðs Þórs, þú átt eftir að svara fyrir þig í þessum þræði á Vantrú. Ekki vera heigull, það er aumkunarvert að hefja umræður með látum undir fölsku nafni en flýja svo af hólmi þegar manni er svarað.

aðdáendur dylgjublogg
Athugasemdir

Jóhann - 22/06/08 08:43 #

Íslendingar eru svo miklir fádæma djöfuls hálfvitar að það er ekki hægt að skipa sér í hóp með þeim. Og það er líðræðið sem er orsökin fyrir þessu meira og minna. Þar er ég sammála Davíð Þór. Áfram Davíð Þór http://www.visir.is/article/20080622/SKODANIR06/576879162

Matti - 22/06/08 12:19 #

Uh, já.