Örvitinn

Síðustu dagar

Á föstudag hittist Vantrúarhópurinn á Galileó og átti notalega stund. Óli og Eygló fengu far með okkur í bæinn og Óli sá svo um aksturinn heim. Þetta var fín kvöldstund. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með sjávarréttarisottóið en staðurinn er þó mörgum klössum fyrir ofan síðasta stað sem við fórum á. Eins og vanalega þegar þessi hópur hittist var mikið skrafað og hlegið. Við fórum heim eftir Galileó en nokkrir fóru á pöbbarölt.

Landakort stúderaðÁ laugardag kíktum við til tengdaforeldra minna í hádegiskaffi. Nokkuð var rætt um sumarfrí, en planið er að leigja hús í Evrópu. Nokkur lönd koma til greina og Gunna skoðar málið. Ég er ekkert sérlega spenntur fyrir Englandi og Írlandi en útiloka ekkert. Væri alveg til að kíkja til suður Frakklands.

Árshátíð Stefju var á laugardag. Við skutluðum stelpunum í pössun hjá foreldrum mínum og fórum svo í boð hjá framkvæmdarstjóranum. Klukkan sjö var haldið með rútu í Skíðaskálann í Hveradölum. Þetta var fínt kvöld, ágætur matur þó desert hafi verið hálf mislukkaður. Stemmingin var góð og skemmtiatriði lukkuðst vel. Við dönsuðum töluvert og höfðum gaman að. Ég skyldi mína myndavél eftir en tók fullt af myndum með vélinni hennar Gyðu.

Ég samdi við foreldra mína um að stelpurnar væru þar í allan dag, við myndum bara sækja þeir um kvöldið. Við hjónin skruppum á American Style í þynnkumat þó það væri reyndar engin þynnka í gangi þannig talað. Ég glápti á Liverpool leik dagsins, það var nú meiri hörmungin. Regin var staddur á vellinum, vonandi var eitthvað jákvætt við ferðina, því varla var mjög gaman á vellinum :-)

Foreldrar mínir minntust á það í kvöld að ég hefði ekkert skrifað á þessu síðu síðan á fimmtudag. Ég biðst velvirðingar! Á móti kemur að það hefur enginn kommentað hér í heila viku, þetta á ekki bara að vera einhver einræða :-P

ps. Ég nennti ekki að lesa baksíðuna í dag.

dagbók
Athugasemdir

Skúli - 12/11/06 23:14 #

Varðandi leiguhúsnæði í útlandinu þá er þetta hérna alger snilld.