Örvitinn

Árni Johnsen

Ég held að Lárus hafi sagt það sem ég vildi segja um þetta fáránlega mál. Ég trúi ekki öðru en að þetta muni kosta Sjálfstæðisflokkinn fylgi.

pólitík
Athugasemdir

geimVEIRA - 13/11/06 15:26 #

Við verðum að treysta lýðræðinu og vona að D fái ekki nema einn mann inn.

(Meeen..... Njévér þod æd sei ðiss!)

Lárus Viðar - 13/11/06 21:54 #

Þetta er skandall af verstu gerð. Ég veit ekki hverjir eru verri, mennirnir sem kusu Árna J. í þessu prófkjöri eða hann sjálfur fyrir að dirfast að sækjast aftur eftir sæti á Alþingi.

Matti - 13/11/06 21:59 #

Ég þoli ekki þetta rugl um að Árni sé "búinn að taka út sína refsingu". Jú, vissulega má segja það, enginn er að krefjast þess að honum verði hent aftur í grjótið. En við hleypum ekki refnum aftur í hænsnabúið.

Þetta er svo sjúkt.

geimVEIRA - 14/11/06 04:57 #

Já ég er sammála, það er eitt að taka út refsingu og annað að ávinna traust. Það er eitthvað mikið að fólki sem treystir dæmdum þjófi sem viðurkennir ekki einu sinni brot sín og vill ólmt fá hann aftur í ábyrgðarstörf. Það mun að mínu mati dæmast harðast á kjósendur ef þeir kjósa þennan mann inn, hann er eins og hann er, kjósendur hafa enga afsökun.

Eyja - 14/11/06 10:20 #

En vandamálið er auðvitað að það bitnar ekkert síður á þeim kjósendum sem ekki kjósa ÁJ ef hann fer inn (á þing meina ég, ekki aftur í steininn). Við getum sagt að þeir sem eru nógu vitlausir til að kjósa hann eigi ekkert skárra skilið en það verður samt fullt af fólki sem kýs hann ekki sem situr þá uppi með hann.