Örvitinn

Bílafréttir

Ég fór fýluferð á bílasöluna í kvöld. Þeir gleymdu að sækja dekkinn. Fávitar. Lofuðu að vera búnir að sækja þau fyrir hádegi á morgun. Við skulum sjá hvað setur, ég mæti þangað klukkan eitt.

Eftir fýluferð kom ég við á bensínstöð til að skipta um framljósaperu. Starfsmaður bensínstöðvar vildi reyndar ekki skipta um peruna fyrir mig, vildi ekki taka ábyrgð á því ef þetta klúðraðist! Það er semsagt dálítið mál að skipta um peru, varla hægt nema taka ljósið af. Ég fékk lánað lykil og gerði þetta sjálfur, tja - með smá aðstoð.

dagbók