Örvitinn

Tæknileg mistök og rasshiti

Árni Johnsen gerði "tæknileg mistök". Þetta segja glæpamenn hver við annan þegar þeir lýsa því hvernig upp um þá komst, Árni er svo öruggur með sig að hann segir öllum frá. Nú væri tækifæri fyrir blaðamann að taka viðtal við Árna og spyrja hvernig hann myndi framkvæma glæpina fengi hann annað tækifæri, vafalítið er Árni búinn að finna pottþétta leið. Mikið vildi ég að einhver fjölmiðill rifjaði upp mál Árna nú þegar hann er á leið á þing, láti hann ekki komast upp með að gera lítið úr málinu.

Óskaplega er kalt úti. Annan daginn í röð notaði ég sætishitarann í bílnum. Það er undarleg og skemmtileg pæling á bak við það. Manni er kalt nokkurn vegin alls staðar nema á rassinum þar sem manni er óskaplega heitt. Enginn meðalhiti, bara heitt og kalt. Bíllinn er fyrst að hitna þegar ég legg honum fyrir aftan vinnuna.

Inga María er fjögurra ára í dag í síðasta sinn, á morgun verður hún fimm. Þetta er semsagt síðasti dagurinn sem ég á fjögurra ára barn. Óskaplega líður tíminn hratt.

Ýmislegt
Athugasemdir

Eyja - 15/11/06 14:32 #

Eins gott að lenda ekki í tæknilegum mistökum við rasshitunina.

Matti - 15/11/06 17:09 #

Nákvæmlega það sem ég hugsa þegar rasshitinn er orðinn óþægilega mikill :-)

Sirrý - 16/11/06 00:11 #

Til hamingju með stelpuna Matti og Gyða. Innilega til hamingju með afmælið Inga María.

Matti - 16/11/06 00:26 #

Þú ert snögg Sirrý :-) Ég skrifa "afmælis barn dagsins" bloggfærsluna í fyrrmálið, með afmælismorgunmynd.