Örvitinn

Skítakuldi inni hjá okkur

Flestir ofnar á heimilinu virka lítið sem ekkert sem er dálítið bagalegt í þessum kulda. Það er ekki beinlínis auðvelt að fá pípara um þessara mundir og því hef ég reynt að gera eitthvað í málinu sjálfur með litlum árangri. Hef fiktað í pinnum, losað loft, skipt um hitastilla og aukið þrýsting á heita vatninu en ekkert gerist. Af hverju er þetta ekki einfalt?

Ég sit því við morgunverðarborðið í þykkri peysu, með húfu og hósta. Í mesta frostinu sváfu stelpurnar í flíspeysum. Þetta er orðið afar þreytandi. Lumar einhver á pípara? :-)

dagbók
Athugasemdir

Óli Gneisti - 21/11/06 11:05 #

Svipuð staða hjá okkur. Veit ekkert hvað er að.

Haukur H. Þ. - 21/11/06 11:07 #

Er vandamálið ekki bara það að heitavatnsnotkunin er svo gríðarlega mikil að það næst ekki nægur þrýstingur inn í húsin?

Á mínu heimili er staðan þannig að það er vart nægilegt rennsli á heita vatninu til að vaska upp, hvað þá fara í sturtu :)

Bagalegt svo ekki sé meira sagt.

Matti - 21/11/06 11:30 #

Ég efast um það, a.m.k. fæ ég nóg af heitu vatni úr öllum krönum og þarf meira að segja ekki að bíða neitt rosalega lengi eftir því!

Sigga Á - 21/11/06 13:28 #

Sama hér, fór bara í Húsasmiðjuna og keypti mér lítinn rafmagnsofn á 2000, gebba kósí.

Matti - 21/11/06 13:31 #

Ætli þeir séu ennþá til? Ég kaupi þrjá svoleiðis á eftir.

Eygló - 22/11/06 00:16 #

Guð er að refsa okkur ;) Við eigum eftir að gera einhverjar tilraunir á ofnunum ennþá. Fáum kannski hugmyndir og góð ráð frá ykkur.

Matti - 22/11/06 00:19 #

Ég hringdi í pípara í kvöld og hann ætlar að hafa samband í vikunni, aðrir aðilar sem við vorum búin að hafa samband við lofa engu fyrr en í næstu viku.

Ég er búinn að læra miklu meira en ég vildi vita um ofna síðustu daga, samt tekst mér ekki að hita húsið.