Örvitinn

Þráðlaust net í Smáranum

Hér sit ég upp við vegg í íþróttahúsinu í Kópavogi og horfi á Ingu Maríu á æfingu. Reyndar situr hún við hlið mér þessa stundina, hefur ekkert gaman að leiknum sem er í gangi núna, krakkarnir hlaupa og reyna að kippa halanum (vestum) af hinum. Ég skil hana svosem, rétt hjá grætur strákur hjá móður sinni, búinn að fá nóg. Ég sagði Ingu Maríu að slaka á þar til þessi leikur væri búinn.

Jæja nú klárast hann og Inga María hleypur aftur inn á gólf. Það eru mikil læti á æfingum yngstu krakkanna. Mesta fjörið þegar allir hlaupa fram til að fá sér vatn af stút. Núna eru þau að skalla bolta, flestir hitta boltann en margir sveifla sér örlítið of snemma og missa boltann yfir sig. Þetta kemur með æfingunni.

Ég veit ekki hvað hinir foreldrarnir hugsa um þennan pabba sem er að dunda sér í tölvunni en mér er svosem nokk sama :-)

dagbók