Örvitinn

Skráð í Þjóðkirkjuna

Það er afskaplega algengt að þjóðkirkjufólk réttlæti yfirgang kirkjunnar með því að vísa í fjölda meðlima, svo og svo margir séu í kirkjunni og því megi hún í raun gera hvað sem er. En er eitthvað að marka það? Már segir frá því að hann var að uppgötva að kona hans og börn eru skráð í Þjóðkirkjuna þvert á það sem þau héldu. Ekki kæmi mér á óvart þó töluvert fleiri séu skráðir án þess að hafa hugmynd um það.

Ég hvet fólk sem fyrr að skrá sig úr Þjóðkirkjunni ef það er ekki Lútherstrúar og gúdderar ekki kenningar kirkjunnar.

kristni vísanir