Örvitinn

Pípari á staðnum

Í tilefni dagsins er pípari að störfum heima hjá okkur. Eflaust á þetta eftir að kosta marga tugi þúsunda en fjandakornið, ég kvarta ekki ef honum tekst að ná hita upp í húsinu. Mun ganga í naríum einum klæða heima hjá mér það sem eftir er vetrar með kyndingu á fullu ef allt gengur upp.

Hvernig tókst mér að fá pípara gæti einhver spurt. Jú, sko. Pabbi hringdi í Ásmund bróður sinn sem benti á pabba Lindu vinkonu Hörpu, konunnar hans Ásmundar. Pabbi Lindu var voðalega upptekinn þegar ég hringdi en lofaði að hafa samband í vikunni. Hann hringdi svo í morgun og sagðist geta komið klukkan tíu, er að vinna fyrir allan peninginn þessa stundina. Úff, þetta mun kosta formúgu*

*Það er tilvalið að búa sig undir gríðarlega háan reikning þegar maður fær iðnaðarmenn til að vinna fyrir sig, helst einhverja fáránlega háa tölu. Þá finnst manni nefnilega nokkuð sanngjarnt þegar þeir rukka einhverja ofsalega tölu sem er þó helmingi lægri en maður hafði talið sér trú um. Reynið svo að halda því fram að sjálfsblekking virki ekki.

dagbók
Athugasemdir

sirrý - 23/11/06 20:35 #

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Matti, hann á afmæli í dag. Til hamingju með daginn. Vonandi naustu hans vel og vonandi voru til stjörnuljós þar sem þú fórst að borða :C)