Örvitinn

Samráðsvettvangur trúfélaga

Ég held þetta hafi farið svona fram:

"Þú lofar að gagnrýna ekki mín hindurvitni og þá skal ég ekki gagnrýna þín hindurvitni. Ok, díll? #"

Í kjölfarið er ólíklegt að Þjóðkirkjan segi nokkuð* þegar sjöunda dags aðventistar boða sköpunarkenningar og fordæma samkynhneigða. Einnig má gera ráð fyrir að þeir hætti að líta á Jesús sem son Gvuðs, heldur bara sem einn af spámönnunum eins og múslimar!

Mikið óskaplega væri skondið að fara fram á að samráðsvettvangurinn gefi út yfirlýsingu um samkynhneigð, Þróunarkenninguna eða samband ríkis og kirkju :-)

*Hvernig læt ég, Þjóðkirkjan hefur hvort sem er aldrei sagt nokkuð í þessum málum.

kristni
Athugasemdir

Jón Magnús - 01/12/06 14:26 #

Þeir eiga nú einn sameiginlega óvin - trúleysingja. Allir hata þá ;)

Matti - 04/12/06 10:22 #

Ég var búinn að sjá þessa Southpark þætti. Fannst þeir stórfyndnir, ýmislegt ágætt í þeim varðandi trúarbrögð en þó þótti mér dálítið illa snúið úr málflutningi Dawkins á köflum, fannst eins og Southpark liðar hefðu kannsi hlustað dálítið of mikið á Íslenska guðfræðinga :)