Örvitinn

Upphafssíðan

Hef breytt upphafssíðunni dálítið. Mikkivefur virðist ekkert vera að lifna við og því tók ég hann út, setti lista af bloggsíðum í staðin. Á eftir að bæta einhverju í þann lista. Ég skoða náttúrulega helling af bloggum, en sum skoða ég oftar en önnur. Eitthvað þarf ég að endurskoða aðrar vísanir líka, ég skoða margar þeirra ekki neitt.

Hef verið að nota Google reader til að fylgjast með bloggsíðum undanfarið. Það virkar ágætlega. Nú langar mig að prófa að skrifa lítið forrit á móti þessu. Apple fólk getur sótt lítið sætt forrit (séð hjá Trigger) sem vinnur með Google reader en ekkert slíkt er til fyrir Windows.

Það ætti ekki að vera mjög flókið að skrifa forrit sem birtir listann frá Google reader á upphafssíðunni. Sjáum til.

vefmál