Örvitinn

Jólahlaðborð í hádeginu

Vinnan fór á jólahlaðborð í Vox í hádeginu í dag.

Mættum snemma, vorum komin klukkan hálf ellefu. Hlaðborðið hjá Vox er ansi vel heppnað, forréttir voru flestir afar góðir og sushi setti skemmtilegan svip á þetta. Aðalréttir voru góðir, kjötið vel yfir meðallagi og meðlæti flott og gott. Eftirréttir flestir ágætir.

Það var fullt í hádeginu og það myndaðist nokkuð góð röð að hlaðborðinu en þar sem við vorum snemma á ferðinni sluppum við við mestu röðina.

Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta kostaði en framkvæmdastjórinn var sáttur við verðið.

Það var frekar erfitt að vinna restina af deginum, ég held að fólk hefði haft gott af því að leggja sig eftir átið.

dagbók