Örvitinn

Bón- og þvottastöðin Sóltúni

BílaþvotturJón Magnús sagði mér frá því, þegar hann skreið í vinnuna rétt rúmlega tíu, að hann hefði farið með bílinn sinn í bílaþvottastöðina í Sóltúni í morgun. Þetta kom mér á óvart vegna þess að síðast þegar ég fór þangað var búið að loka stöðinni, á dyrunum var miði þar sem þakkað var fyrir viðskiptin og ég hélt það ætti að að rífa húsið. Ég hafði verið að spyrjast fyrir um þvottastöðina, hvort hún hefði ekki opnað á öðrum stað, en ekki fundið neitt sambærilegt. Er illa við að fara með bílinn í gegnum þvottastöðvar þar sem notaðar eru risa rúlluburstar, hef heyrt að það geti rispað lakkið. Í Sóltúni eru bílar handþrifnir.

Ég ákvað því að skella mér með bílinn í þrif eftir hádegisboltann. Er alveg til í að borga 2.650.- fyrir þrif og bón á bílnum núna í slabbinu og drullunni. Bíllinn var líka orðinn hrikalegur en er núna óskaplega fínn. Spurning hvað það endist.

Á þessari skelfilegu gemsamynd sést þegar bíllinn kemur úr bónvélinni og guttarnir klára bónið og þvottinn með tuskum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Jón Magnús - 15/12/06 13:49 #

Ég verð nú að halda uppi vörnum að ég hafi skriðið inn í vinnunna um 10 leitið eins ég fáist ekki út úr rúminu fyrir 10.

Rétt að ég mætti um 10 en taka skal fram að ég er búinn að vinna um 26 tíma síðustu tvo sólarhringa, þar af mikið í næturvinnu!!!

Sem minnir mig á það að ég ætti kannski bara að fara koma mér heim og gera ekki neitt :)

Matti - 15/12/06 13:52 #

Það er algjör óþarfi að skemma ágætis rógburð með einhverjum leiðinlegum staðreyndum :-)

Óli Gneisti - 15/12/06 14:15 #

Ekki er það okkar stíll að eyðileggja sögur með sannleikanum...

Matti - 15/12/06 14:35 #

Ha, já einmitt - þú segir nokkuð :-)