Örvitinn

Saklaus uns sekt er sönnuð

Ég er hvorki löglærður né lögfróður en mér finnst eitt skrítið í Baugsmálinu.

Verjendur Baugsmanna hafa undanfarið krafist þess að Saksóknari og Ríkislögreglustjóri víki vegna vanhæfis í skattrannsóknarmáli. Vanhæfið hafa þeir víst unnið sér inn með því að halda því fram eða gefa í skyn að ákærðu sé sekir. Í dag var svo dæmt Baugsmönnum í vil.

Ég héltdómstólar ættu að vera lausir við fordóma, þ.e.a.s. að dómstólar ættu að líta svo á að ákærðir séu saklausir þar til annað hefur verið sannað. Aftur á móti hélt ég að þeir sem leggja fram ákæru og sækja mál fyrir dómi verði að telja að ákærðu séu sekir. Ég hefði einmitt talið það frekar alvarlegt ef Ríkislögreglustjóri og Ríkissaksóknari færu af stað í mál gegn einhverjum sem þeir teldu ekki seka eða væru a.m.k. ekki vissir í sinni sök.

En eflaust hef ég misskilið umræðuna, það getur ekki verið að saksóknari megi ekki halda því fram að hinir ákærðu séu sekir!

pólitík