Örvitinn

Letidagur

Ég horfi á fótboltaleik. Svaf til hádegis og borðaði kalkúnaafganga klukkan eitt.

Ekki verður farið í Ensku húsin þetta árið, jólaboðið verður heima hjá foreldrum mínum í staðin. Ég hlakka til að borða saltaða svínslærið, vonandi klikkar það ekki eins og í fyrra, en þá var það vitlaust verkað - ekkert saltað. Förum til foreldra minna klukkan sex.

Ég vona að Liverpool fari að nýta færin í þessum leik, markalaust í hálfleik þrátt fyrir þrjú-fjögur dauðafæri.

Ætla að fá mér súkkulaðiköku og ís.

01:02
Þess má geta að leikurinn endaði illa.

dagbók
Athugasemdir

Pétur Björgvin - 26/12/06 16:31 #

...verði þér að góðu ... letidagar eru nauðsynlegir ... er sjálfur búinn með ca 400 gr. af súkkulaði í dag og finnst það góð hugmynd að fá mér ís í ábót (-: