Örvitinn

Flugeldar á forsíðu Vísis

Flugeldar í FossvogiÉg varð að taka skjáskot þegar þessi frétt var efst á Vísi. Blaðamaður hringdi í mig og bað um leyfi til að nota myndina auk þess að hún er merkt mér. Meira þarf ekki til að gleðja mitt litla hjarta.

Hér er flugeldasyrpan frá síðustu áramótum.

myndir
Athugasemdir

Arnór - 28/12/06 13:41 #

sæll hvar í rvk er þetta tekið?

Þetta gæti hæglega verið tekið í blokkunum efst í fossvoginum, en passar allt inná myndina í forgrunni, hvernig húsin eru röðuð upp en þetta getur ekki verið það því kópavogurinn hinu megin við fossvogsdalinn passar bara ekki að hann líti svona út.

Matti - 28/12/06 13:46 #

Þetta var tekið af svölum á blokk í Keldulandi þar sem foreldrar mínir bjuggu síðustu áramót. Á þessari mynd er litið til hægri, það er opið svæði þarna með leiktækjum. Annars þekki ég þetta svæði ekkert rosalega vel.

Lengst til vinstri á myndinni sést Breiðholt. Þetta er náttúrulega tekið á 10mm og getur því virkað undarlegt.