Örvitinn

"Ég vil leggja veg hér"

Benni Hemm HemmSíđustu daga hefur bara einn diskur veriđ í spilaranum (bílnum, tölvunni, símanum). Kajak međ Benna Hemm Hemm. Gummi Jóh hrósađi disknum í athugasemd og setti hann á árslistann sinn, Dr. Gunni setti lagiđ Hól á hey hóla á topp listann sinn og Rjóminn var međ Kajak á árslistanum.

Ţannig ađ ţó ég sé hugsanlega ekki algjörlega hlutlaus treysti ég mér til ađ halda ţví fram ađ ţetta sé frábćr plata.

Lagiđ Stoffer heillar mig óskaplega ţrátt fyrir ađ vera frekar einfalt á yfirborđinu, titill fćrslunnar er úr ţví lagi. Brekkan, Hól á hey hóla og Regngalsinn eru lög sem mér finnst afskaplega flott, byrjunarlag plötunnar heillar mig og svona gćti ég haldiđ áfram. Í dag er víst móđins ađ hlusta á stök lög en ég renni yfirleitt í gegnum plötur og ţessi hefur haldiđ athygli minni.

Ég ţarf ađ kíkja á nćstu tónleika.

tónlist
Athugasemdir

Pétur Björgvin - 07/01/07 00:30 #

Ţessi diskur er einmitt í spilaranum í bílnum hjá mér - eignađist hann eiginlega fyrir slysni ţví ég get ekki ţóst hafa vit á tónlist - en líkar bćrilega, finnst takturinn góđur, sakna innihaldsríkari texta (eđa hef ekki hlustađ nćgilega vel).

Matti - 07/01/07 13:53 #

Já, ţađ er nokkuđ til í ţví, textarnir eru ekkert rosalega innihaldsríkir, en stundum er ţađ ágćtt :-)

Mér finnst t.d. textinn viđ Stoffer alger snilld en hann er alveg fáránlega einfaldur.