Örvitinn

Myndatiltekt

Ég fór aðeins yfir backup mál á ljósmyndunum mínum í gærkvöldi. Ætlaði að kópera síðustu mánuði yfir á heimilistölvuna en komst að því að diskurinn á henni er nálægt því að fyllast. Þarf að fara að kaupa nýjan disk. Ég er þegar með afrit af öllum þessum myndum á tveim tölvum, þannig að ég er ekki að stressa mig.

Í stað þess að taka afrit í gær renndi ég yfir myndir síðustu mánaða og eyddi út öllu drasli. Ef ég var með tvær eða fleiri myndir af sama myndefni eyddi ég í flestum tilvikum öllu nema bestu myndunum. Ef mynd var vond, tæknilega eða myndefni óáhugavert, eyddi ég henni.

Ég henti tæpum 3GB af myndum í gærkvöldi og hefði getað hent öðru eins. Þegar Raw skrárnar eru a.m.k. 7MB og jpg skrárnar 3MB er þetta ansi fljótt að safnast upp.

tölvuvesen
Athugasemdir

geimVEIRA - 04/01/07 16:49 #

Gleðilegt ár! Ég sendi link á flottu áramótamyndina sem DV notaði þarna frá í fyrra til bókmenntakennara míns í útlandinu og hann misskildi eitthvað smá. Hann skoðaði greinilega í kring í albúminu og hélt að ég ætti myndirnar, sem ég leiðrétti, en honum fannst myndirnar flottar, desertarnir ægilega fínir og fjölskyldan myndarleg. Þar sem hrósið kom á rangan stað þótti mér rétt að koma því áleiðis. :)

Matti - 04/01/07 16:53 #

hehe, þakka þér fyrir og gleðilegt ár sömuleiðis :-)