Örvitinn

Braut tönn í föstudagsboltanum

Ég braut tönn í föstudagsboltanum fyrir hádegi. Ţađ var ekkert sérstakt!

Ekki get ég sagt ađ ţetta hafi gerst í miklum hamagangi, ég fékk ekki olnboga í andlitiđ og hljóp ekki á markstöng. Fékk frekar saklausan háan bolta og tókst á einhvern undarlegan hátt ađ láta tuđruna skoppa á gólfinu og ţađan undir hökuna. Kvarnađi úr annarri framtönn ágćtis stykki. Frekar furđuleg tilfinning ađ tína glerung úr munninum á sér.

Ég hringdi í Hannes tannlćkni strax eftir boltann og komst beint í stólinn ţannig ađ tćpum klukkutíma eftir ađ ég hafđi brotiđ tönnina var ég búinn ađ láta laga hana (eđa uh, plasta ţetta).

Hér er mynd af trantinum á mér eftir viđgerđ, smelliđ til ađ sjá nćrmynd af tönnum (ég veit, einstaklega áhugavert) :-) Ég er ađallega svekktur ađ hafa ekki veriđ međ myndavél á mér, svo ég gćti tekiđ mynd af brotinu.

fjes.jpg

Ţess má geta ađ ég á pantađan tíma hjá Hannesi tannlćkni á mánudag, ţá fer fram árleg tannsteinshreinsun.

Ţess má einnig geta ađ ég hef aldrei fengiđ tannskemmd. Svona ef ţiđ ćtliđ ađ gagnrýna á mér tennurnar :-)

heilsa