Örvitinn

Skólaprestur með sár á sálinni

Við erum stödd í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Prestur nokkur sem nýlega hefur verið ráðinn til að sinna Vinaleið kemur inn í kennslustund. Öll börnin eru látin raða stólum í hring og presturinn fer í hann miðjan.

Er einhver hér inni með ör á líkamanum? spyr presturinn. Flest börnin rétta upp hönd
Þau sár munuð þið alltaf bera.
En hvað með sár á sálinni segir presturinn þvínæst, ræðir um andlega líðan og biður börnin að leita til sín ef þau vilja fjarlægja einhver ör af sálinni.

Þetta gerðist í Garðabæ, þetta er Vinaleiðin. Áður höfðu talsmenn Vinaleiðar fullyrt að prestur færi ekki inn í kennslustundir barnanna.

kristni
Athugasemdir

Reynir - 10/01/07 15:09 #

Börnin hafa ekkert val um það hvort þau sitja undir þessu og foreldrar eru ekki spurðir leyfis. Sennilega er réttlætanlegt að ljúga ef tilgangurinn er sálnaveiðar eða sú bráða nauðsyn að koma að "kristnu siðgæði".

Erna - 10/01/07 18:35 #

Mig langar eiginlega að gubba. Eru prestar með kvalifíkasjónir til þess að tala svona við börn? Eru þeir með þjálfun í barnasálfræði, eða einhverri pedagókík? Mér er spurn.

Matti - 10/01/07 22:14 #

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir vill meina að prestar séu alveg einstaklega vel undirbúnir fyrir svona störf eins og sjá má í þessu sjónvarpsviðtali sem var Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í gær..

Erna - 11/01/07 06:51 #

já, einmitt, nú skil ég þetta. Þjóðkirkjan hefur sinnt sálgæslu í langan tíma. Ergó, þess vegna er það sjálfsagður hlutur. Sorrý að ég fattaði þetta ekki fyrr...
Og líka, hvaðan hefur hún þetta með að meirihluti þjóðarinnar vilji meiri þáttöku (les: afskipti) kirkjunnar í daglegu lífi? Hvaða könnun var það?

Matti - 11/01/07 10:10 #

Vandamálið með þessa meirahlutarökfærslu Jónu Hrannar er að hún tekur ekki tillit til þess hve erfitt er að setja sig upp á móti svona starfi opinberalega. Reynir fékk aldeilis að finna fyrir því hjá skólastjóra Hofstaðaskóla. Það eru miklu fleiri foreldrar ósáttir við þetta heldur en komið hafa fram, ég þekki sum þeirra persónulega. En svo skiptir það líka ekki öllu máli, meirihlutinn ræður ekki öllu, stundum eru það grundvallaratriðin sem gilda.

Annars birtist grein um frammistöðu Jónu Hrannar á Vantrúarvefnum á morgun.