Örvitinn

Sunnudagur í Mosfellsbæ

Inga María og KollaVið eyddum bróðurpart sunnudagsins hjá foreldrum mínum í Mosfellsbæ. Kolla og Inga María gistu hjá þeim í nótt þar sem við fórum í afmælisboð hjá Margréti á laugardagskvöld.

Við byrjuðum daginn á Quisnos í Kópavogi. Þegar við komum í Mosfellsbæ voru Kolla og Ásdís Birta úti í í garði með ömmu sinni að búa til snjókastala, Inga María var inni og vildi ekki koma út, en lét þó tilleiðast skömmu síðar.

Eftir heitt súkkulaði og pönnukökur fórum ég og Gyða með stelpurnar í smá göngutúr um hverfið. Þegar við komum til baka settu stelpurnar kerti í litlu snjóhúsin með ömmu sinni.

Ég tók nokkrar myndir.

dagbók
Athugasemdir

sirry - 17/01/07 08:29 #

Hvar er Quisnos í Kópavoginum ??

Matti - 17/01/07 08:54 #

Rétt hjá American Style, innar í sama botnlanga. Nýr staður með afar flottu barnahorni. Við vorum að tala um að við þyrftum að fara með stelpurnar þangað.

Sirrý - 17/01/07 14:24 #

Frábært að heyra mér finnst Quisnos æði. En reyndar má ég ekki borða svona mikið brauð í dag en sallatið er örugglega gott líka :C)