Örvitinn

Python ráðstefna

Fór á Python ráðstefnu í Salnum í dag. Stór hluti ráðstefnunnar fjallaði um hluti sem ég þekki vel en þetta var samt forvitnilegt. Við fórum fjögur úr vinnunni, en við notum Python töluvert og eigum bara eftir að auka þróun í Python. Vafalaust var þetta góð kynning á Python fyrir þá sem lítið eða ekkert hafa kynnt sér það.

Mér finnst áhugavert að Dohop notar Django. Ég hef dálítið verið að skoða það og örlítið fiktað, langar að reyna að nota það í einhver verkefni.

Í lok ráðstefnu var boðið upp á bjór og fingramat. Ég lét bjórinn eiga sig, var akandi og auk þess er mánudagur :-)

python