Örvitinn

Að telja flöskur

Ég og Kolla fórum með flöskurnar úr búrinu í Sorpu í kvöld. Við töldum flöskurnar saman hér heima, skiptumst á að setja í pokann og nefna töluna. Þetta var fín þjálfun fyrir hana, til að auka skilning á tölum. Kolla sá svo um að skrásetja talninguna.

Áður hafði Inga María sett dagblöð í bala, þau fóru í blaðagáminn í sömu ferð.

Stelpurnar hafa ósköp gaman að því að hjálpa til ef það er gert á jákvæðum forsendum. Inga María bað sífellt um ný verkefni meðan Kolla kláraði heimanámið, það að setja dagblöð í bala vara síðasta verkefnið og hún var ósköp stolt þegar hún var búin að klára blaðagrindina.

Svona líða dagarnir.

fjölskyldan