Örvitinn

Sigma 30mm F/1.4

F/1.4Ég var að kaupa mér dót í dag.

Rakst á auglýsingu á ljósmyndakeppni í morgun þar sem verið var að bjóða mánaðargamla Sigma 30mm F/1.4 linsu til sölu á afar hagstæðu verði. Eftir að hafa staðfest verð og fengið mynd tekna með linsunni ákvað ég að skella mér á linsuna (í samráði við konuna, þetta er bóndadagsgjöfin). Prófaði linsuna þegar ég hitti seljanda, fókus var hárréttur (auðvelt að sjá með D200) og ég gekk frá kaupum á staðnum. Borgaði 35000 fyrir linsu sem var keypt ný fyrir mánuði.

Hef ekki tekið spennandi myndir þar sem ég er jú enn í vinnunni, en tók eina mynd af úrinu með stærsta ljósopi til að prófa fókusnákvæmni og fókusdýpt. Það eina sem þið eigið að taka eftir á þessari mynd er hve lítið svæði er í fókus (Hér er skífan í 100% upplausn).

Ég hef gaman af því að taka myndir í lítilli birtu án þess að nota flass, þó ég sé reyndar búinn að læra helling um flassnotkun undanfarið og þessi linsa er frábær í það. 50mm 1.8 linsan er líka mjög skemmtileg en stundum full þröng. Nú er ég kominn með stærra ljósop og víðari linsu. Held þó 50mm linsunni þar sem hún er svo fáránlega ódýr og nýtist vel í portrait myndir og jafnvel sportið. 30mm linsan nýtist líka betur sem göngulinsa og á vafalaust eftir að vera töluvert á vélinni.

Nú er taskan mín full og því ljóst að næst þegar ég vill fá mér linsu þarf ég að selja einhverja gamla, enda er ég svosem kominn með allt sem ég þarf í dag. Vantar góða macro linsu og einhvern daginn myndi ég vilja uppfæra standard linsuna, en það bíður aðeins :-)

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Áhugasamur - 22/01/07 19:38 #

Hvað varð um gömlu D70 vélina þína?

Matti - 22/01/07 19:40 #

Hún er í viðgerð í Svíþjóð, líklega sel ég vélina þegar ég fæ hana aftur.

Kalli - 19/10/07 13:38 #

Ég varð nú bara að fletta þessari linsu upp hérna hjá þér :)

Er standard linsan nokkuð 18-70 Nikkor? Ef svo er máttu alveg láta mig vita þegar þú ætlar að uppfæra... nema ég kaupi svona 30 mm og þú ætlir að uppfæra fljótlega O:)

Matti - 19/10/07 13:50 #

Neibb, standard linsan mín er 17-55 2.8 - ég uppfæri hana ekki í bráð, a.m.k. ekki fyrr en ég hef efni á full frame Nikon vél.

Linsusafnið mitt samanstendur af: Sigma 10-20, Sigma 30 1.4, Nikkor 50 1.8, Nikkor 80-200 2.8 ED, Nikkor 17-55 2.8

Þú þarft bara að kíkja á næsta vantrúarbrunch til að prófa Nikon linsur ;-)

N.b. hér eru nokkrar flickr myndir sem ég hef tekið með Sigma 30 1.4 linsunni - þessi er dúndurskörp á 2.8

Kalli - 19/10/07 14:36 #

Já, ég held líka að ég bjóði ekki í 17-55 í bráð. Ekki einu sinni notaða :) Þær kosta skildinginn...

Annars virkar safnið þitt mjög líkt og stutti listinn minn ef ég stækka tilvonandi langtíma budget. Held ég láti 18-55 kittið duga nema ég detti oná góðan díl fyrir betri linsu á líku reiki og 55-200VR ætti að vera ágætt entry í telephoto deildina.

En þú ert sko ekki að hjálpa mér við að hætta við 30mm Sigma :) Ég fyllti á körfu á Adorama með henni og smá billegu goodies eins og þrífæti og þarf að kíkja á listann oft á dag :p

Svo er auðvitað löngu kominn tími á að ég mæti á Vantrúarbrunch... eða bara á spjallborðið a.m.k...