Örvitinn

Loksins loksins í ræktina

Ég vaknaði klukkan sjö í morgun og fór í ræktina. Já, þetta er ótrúlegur árangur. Ég hef ekki mætt í þessa árans rækt í marga mánuði, rúmlega hálft ár.

Mér finnst eitthvað svo erfitt að drulla mér af stað, en svo þegar ég er mættur er þetta óskaplega notalegt og það rifjast upp fyrir mér hvað það er gott að byrja daginn á þennan hátt. Þriðjudags og fimmtudagsmorgnar hefjast hér eftir í ræktinni. Mánudaga og miðvikudaga fer ég um miðjan dag.

Það er a.m.k. markmiðið :-)

Nú þarf ég bara að redda mér heyrnatólum fyrir gemsann, þau gömlu eru ónýt. Ég verð að hafa tónlist í ræktinni.

dagbók