Örvitinn

"Andvarp"

Fyrst bendi ég á þessa bloggfærslu mína frá júlí á síðasta ári.

Svo vek ég athygli á deiglugrein frá því í gær (Skjáskot). Hér er myndin á flickr síðunni minni og hér er bloggfærslan með myndinni.

Enn og aftur: Ég er afskaplega (fáránlega, jafnvel kjánalega) gjafmildur á ljósmyndirnar mínar. Ég hef eytt hundruðum þúsunda í þetta áhugamál en gef fólki glaður myndir ef það sýnir áhuga og biður (fallega). Ég er soddan amatör að mér þykir upphefð í því þegar myndirnar mínar eru notaðar. En kommon, það er lágmark að nafnið mitt fylgi með.

Svona á að gera þetta!

kvabb
Athugasemdir

Haukur H. Þ. - 30/01/07 18:53 #

Jahérna.

Ætlarðu ekki að standa við það sem þú sagðir í bloggfærslunni frá því á síðasta ári og senda þeim reikning í þetta skiptið? :)

Sirrý - 30/01/07 23:01 #

verður þú ekki bara að fara að merkja myndirnar þínar þegar þú setur þær inn. En auðvitað er gaman þegar myndirnar mans eru notaðar en eins og þú segir þá á að tilkynna hver á þær.

Matti - 30/01/07 23:03 #

Æi, ég fékk svo fínt svar síðast að ég mildaðist töluvert. En það er bara svo ljótt að klessa einhverju merki yfir myndirnar.

En kannski þarf ég að fara að skoða þá lausn.

Sirrý - 31/01/07 07:50 #

Er þetta ekki bara spurning um að hanna sér smekklegt merki. Mér finnst þessi með flott merki en hún merkir reyndar ekki allar myndirna sínar. http://abullfrogsvision.blogspot.com/20061201_archive.html