Örvitinn

Glefsur

Fór með bílinn í þrif eftir vinnu, þegar ég kom heim var hann orðinn skítugur en þó ekki jafn skítugur og áður.

Bíllinn hennar Gyðu var rafmagnslaus í gærmorgun, Inga María hafði kveikt ljós í bílnum daginn áður. Við keyptum startkapla á bensínsstöð, þeir kostuðu rúmar 2500 krónur. Kaplarnir eru framleiddir í Kína og fluttir inn fyrir svona 200 krónur giska ég á. Olíufélögin þurfa að ná inn aur til að borga sektirnar fyrir samráðið með einhverjum hætti. Annars hélt ég að rafgeymir ætti að ráða við að knýja eina litla ljósaperu í sextán tíma.

Það er léttur dúandi taktur í hægra eyranu á mér.

Ég tók með mér íþróttadót í morgun en fór ekki í ræktina þrátt fyrir góðan vilja. Ég fer þó í fótbolta í fyrramálið. Dótið er ennþá úti í bíl.

Í sjónvarpinu er handbolti, fer þetta ekki að verða búið.

dagbók
Athugasemdir

Eygló - 01/02/07 23:12 #

Ég keypti startkapla í Byko í fyrra á 1300 kall...

Matti - 01/02/07 23:15 #

Við byrjuðum á því að tékka á Húsasmiðjunni en þar vor kaplarnir búnir. Auðvitað hefði ég átt að fara í Byko næst.

Kristín - 02/02/07 07:06 #

Síðbúið komment við kommenti um Frakkland: Ekki aka eftir stóru brúnni sem Björn Fr. bendir á, heldur fara í dalinn undir henni, þ.e.a.s. ef þið viljið dást að brúnni sjálfri. Uppi á henni sér maður ekkert nema veginn, ekki einu sinni útsýni af henni. Annars mæli ég líka með dönsku bókunum "Turen gar til". Þær eru skýrar og fullar af góðum hugmyndum um hvað er hægt að gera og skoða.

Matti - 08/02/07 17:45 #

Athugasemdin hefði mátt lenda við þá færslu :-)

Þetta er allt óráðið ennþá, hvort við tökum hraðlestina suður til Aix en provence eða ökum með viðkomu á miðri leið.

Björn Friðgeir - 08/02/07 17:54 #

Þett'er ekki spurning um að glápa ofan í dalinn, heldur að keyra í skýjunum! Slæmt samt að það skuli ekki vera útsýnisútskot :)