Örvitinn

Á maður eitthvað að blogga

Stundum dettur mér fátt í hug og þá blogga ég lítið en svo kemur fyrir að ég hef fullt af hugmyndum en skrifa ekkert um þær. Svona er þetta bara.

Í dag fórum við í sextugsafmæli hjá Elsu frænku. Afmælið var haldið hjá foreldrum mínum þar sem Elsa býr á Siglufirði. Þarna sá ég fullt af fólki sem ég sé afskaplega sjaldan.

Eftir afmæli kíktum við í heimsókn til Einars og Evu sem búa rétt hjá foreldrum mínum. Ég skaust í fótbolta klukkan fimm og skyldi stelpurnar eftir þar. Fór svo aftur til Einars og Evu sem losnuðu ekki við gestina fyrr en um kvöldmatarleitið.

Í kvöld var glápt á söngvakeppni, stelpurnar fengu snakk og ostasósu, voru afar sáttar með það. Ég og Gyða kláruðum að horfa á The smartest guy in the room sem er ansi áhugaverð og svo hef ég rökrætt á barnalandi (já, ég veit hvað þið hugsið :-) ) En þetta er umræða sem spannst út frá miðlagreininni á Vantrú og mér fannst ég þurfa að leggja orð í belg. Geri það undir fullu nafni og rembist við að vera ekki dónalegur.

Auk þess er ég að ganga frá blaðagrein sem verður mín fyrsta. Ég er að verða nokkuð sáttur, þarf að snurfusa dálítið og þá held ég að þetta sé ágætt. Það hefur bókstaflega lagst á sálina á mér að ganga frá þessari grein :-)

dagbók