Örvitinn

Kláraði grein

Jæja, ég kláraði loks greinina sem ég var að rembast við að skrifa og sendi á Fréttablaðið. Vonandi birta þeir hana þó hún sé 500 slögum lengri en gert er ráð fyrir. Ég er búinn að skera allt úr sem hægt var að skera. Annars er það afskaplega góð æfing að stytta greinar.

Myndin með greininni er nú ekkert sérstök og svo lagðist það dálítið á sálina á mér hvernig ég ætti að titla mig, endaði á því nota "forritari".

Svo er bara að bíða og sjá hvenær hún birtist.

dagbók
Athugasemdir

Halldór E. - 14/02/07 16:51 #

Ef þetta er greinin sem ég var að lesa rétt í þessu á www.visir.is þá verð ég að hrósa þér fyrir mjög gott innlegg í umræðuna. Til hamingju með vandaða og góða grein, sem tekur á einum mikilvægasta punktinum í þessari Vinaleiðarumræðu.

Matti - 14/02/07 18:20 #

Jamm, það er greinin. Ég var nú að vona að hún færi líka í blaðið, ekki bara á Vísisvefinn.

Takk fyrir hrósið.