Örvitinn

Blaður

Ekki tókst mér að fara snemma á fætur í morgun. Vekjaraklukkan fór að hamast klukkan sjö en ég var bara of þreyttur. Fór samt ekkert svo seint að sofa. Tókst að fara fram úr svona korter yfir sjö. Dreif mig í ræktina og tók hálftíma í fjölþjálfa eins og það er víst kallað í dag. Horfði meðal annars á Sky þar sem verið var að sýna myndband af "friendly fire" atviki úr Íraksstríðinu frá 2003. Það var ágæt lýsing á því hvernig fólk notar sjálfsblekkingu og staðfestingartilhneigingu til að réttalæta eitthvað eitthvað fyrir sér þrátt fyrir ótal vísbendingar um að það hafi rangt fyrir sér. Þannig tókst herflugmönnum að draga þá ályktun að appelsínugul merki ofan á skriðdrekum væru ekki merki um "vini", eins og þá var notað, heldur væru þetta appelsínugular eldflaugar! Jæja, þetta var dálítið fróðlegt.

Við erum vonandi komin með íbúð í París síðustu dagana í Frakklandsferðinni (30. júní til 5. júlí), ég bíð bara eftir staðfestingu. Ef svo, þá er þetta að verða komið á hreint. Stefnum á að taka hraðlest frá París til Aix-en-Provance daginn sem við komum, fáum bílaleigubíl þar og þurfum að redda gistingu í tvo daga þar til við fáum húsið. Tveim vikum síðar tökum við hraðlestina aftur til Parísar þar sem við dundum okkur í fimm daga, bíllaus. Kíkjum a.m.k. einn dag í skemmtigarð með stelpurnar en annars verður það bara túrismi og sældarlíf í París.

Mikið óskaplega er ég reiður útaf þessu máli. Scientology er skrímsli sem þarf að stöðva með öllum ráðum, enga helvítis virðingu fyrir trúarskoðunum, svona költ þarf að uppræta. Vonandi gera samtökin aldrei tilraun til að koma sér fyrir hér á landi.

dagbók