Örvitinn

Íbúðin bókuð

Þá erum við búin að bóka íbúð í París í viku. Nú þurfum við að stúdera franska lestarkerfið. Okkur skilst að ekki sé hægt að bóka ferðir með hraðlest (Tgv) fyrr en akkúrat tveim mánuðum fyrir brottför.

Erum að spá í tímasetningu, lendum í París á hádegi samkvæmt áætlun en vitum ekki hvenær óhætt er að bóka ferð með lest - þarf maður ekki að gera ráð fyrir töf á flugi, bið á flugvelli og ferðalagi á lestarstöð. Ég myndi vilja bóka lestina kl. 15:20 en kannski er ráðlegra að bóka ferð 16:20.

Æi það er svosem enn nægur tími til að spá í þessu, en við erum a.m.k. komin með gistingu fyrir utan fyrstu tvo dagana, það er enn í skoðun.

dagbók