Örvitinn

"kostnaðarforsendur hafi réttlætt uppsett verð..."

Sniðugur þessi samkeppnisbransi.

Nú er ljóst að eftir að Sýn yfirbauð Skjáinn og náði Enska boltanum - og hafa í kjölfarið einokun á því efni næstu árin - er þeim óhætt að hækka verð upp úr öllu valdi þar sem kostnaðarforsendur réttlæta uppsett verð. Oh, hvað ég hlakka til að neyðast til að borga fyrir áskrift að Sýn og Stöð2 til að geta horft á Enska boltann.

Lengi lifi (og borgi) íslenskir neytendur.

Úrskurður Samkeppniseftirlits vegna Sýnar og HM [pdf skjal]

fjölmiðlar