Örvitinn

Kolla lærir heima

Kolla að skrifaKolla er að læra heima, skrifar sögu um strák sem var að missa tönn. Það er magnað hvað henni hefur farið mikið fram á stuttum tíma, nú skrifar hún sögu sjálf, stafsetur orðin með því að segja þau upphátt og hittir yfirleitt sjálf á rétta stafsetningu. Stundum spyr hún pabba sinn en veit yfirleitt svarið þegar hann spyr hana á móti eða hefur henni vísbendingu.

Hún er líka mjög dugleg að lesa og hefur farið mikið fram undanfarið. Nú er aðal sportið að klára að lesa lestrarbókina nógu oft til að hún geti fengið nýja lestrabók í skólanum.

fjölskyldan