Örvitinn

Greinin og svekkelsið

Grein dagsins á Vantrú er eftir mig og fjallar um foreldra og Vinaleið.

Svekkelsi gærdagsins var útaf þessari grein, en þá fékk ég það staðfest að greinin mun ekki birtast í Fréttablaðinu, einungis á vísisvefnum. Staðreyndin er sú að ég hafði engan áhuga á að fá þessa grein birta á Vísisvefnum, með fullri virðingu fyrir þeirri vefsíðu, hefði frekar vilja sleppa því að birta greinina hjá þeim og senda eitthvað annað. Ég hafði töluvert fyrir því að skrifa greinina, þó fyrirhöfnin hafi aðallega farið í að skera hana niður í birtingarhæfa lengd.

Frá því ég sendi greinina á sunnudagskvöldi fyrir tíu dögum hafa nær engan aðsendar greinar birst í Fréttablaðinu fyrir utan skoðunarsíðu (þar sem leiðarinnar er), það var ekki fyrr en í blaðinu í dag sem loks kom ein opna með greinum.

En svona er þetta, næst sendi ég grein á Morgunblaðið eða Blaðið.

fjölmiðlar kristni vísanir
Athugasemdir

Óli Gneisti - 16/02/07 11:34 #

Þetta er einmitt eitt af því sem hvetur mann til að senda greinar bara á Moggann (algjör undantekning ef ég sendi á á FBL). Fréttablaðið virðist ekki hafa mikinn áhuga til að taka þessi viðskipti af Mogganum. Fatta ekki hvað þeir eru að hugsa.

Matti - 16/02/07 16:32 #

Ég hef lengi talið að aðsendar greinar væri eitt af því sem fólk vill lesa í dagblöðunum, a.m.k. gildir það um mig.