Örvitinn

Nú líka með ö-i

Um leið og ég endurnýjaði lénið www.orvitinn.com næstu þrjú árin splæsti ég í www.örvitinn.com. Reyndar er öllum heimsóknum til www.örvitinn.com umsvifalaust vísað á www.orvitinn.com því hitt kemur svo illa út í browser* sem er skrítið, því vantrú.is kemur með ú-i í mínum rápara. En semsagt, nú virkar að nota ö.

Þessi breyting gerir það að verkum að nú virkar vefslóðin eins og hún er borin fram og spái ég því að þetta eigi eftir að auðvelda líf mitt um 3.14159% þar sem ég get sleppt því að segja "með o-i".

Ekki er víst að dns breytingar hafi náð til allra sem þetta lesa strax í dag.

*ættuð að sjá neðst í browser glugganum ykkar þegar þið setjið bendilinn yfir slóðina hvernig slóðin lítur út umrituð fyrir rápara. Ef þið gerið "view source" sjáið þið að slóðin er samt http://www.örvitinn.com.

vefmál