Örvitinn

Fórum á Læknavaktina

Ég og Inga María skelltum okkur á Læknavaktina í Smáranum. Vorum mætti fimm mínútur yfir fimm og þá náði röðin út að tröppum. Reyndar gekk þetta sæmilega hratt þannig að við þurftum ekki að bíða mjög lengi.

Við erum bæði ennþá með hita og okkur fannst kominn tími að láta tékka á þessu. Þetta reyndist svo eins og flestar mínar heimsóknir til læknis, hann sagði mér að við værum með flensu. Ég er reyndar sennilega með aðra pest líka, þá sem veldur vindgangi og ógleði. Hann hlustaði okkur og kíkti í eyru - lungu og eyru eru í fínu standi.

Hitinn hverfur vonandi á morgun eða hinn, ég þarf bara að taka því rólega svo ég fái ekki lungnabólgu.

Mér leiðist að fara til læknis sem segir mér að ég sé veikur og muni jafna mig, en það var kominn tími á þetta og ágætt að fá staðfestingu á lungum og eyrum.

dagbók