Örvitinn

Ljósmynd á kynningarbás

Trackwell tók þátt í ráðstefnu í Barcelona fyrr í þessum mánuði. Hluti af básnum var skreyttur með ljósmynd sem ég tók síðasta sumar. Myndina tók ég þegar við ókum Snæfellsnesið en ekki fannst mér myndin þess verðug að komast á myndasíðuna fyrir þá helgi. Þegar við vorum að renna í gegnum myndirnar valdi Bergur þessa. Smellið á myndina fyrir neðan til að sjá stærri útgáfu.

bás á ráðstefnu í Barcelona

Palli tók þessa mynd sem ég stal algjörlega samviskulaus, þarna eru Jón Ingi framkvæmdarstjóri og Bergur stofnandi sennilega að skoða klám á internetinu. Á myndinni sést rétt helmingurinn af svæði Tracwell á sýningunni, vinstra megin frá okkur séð var enn stærra svæði.

Ég hef því miður ekki séð básinn með eigin augum, en skilst að þetta hafi komið vel út. Básinn er kominn til landsins en myndin skemmdist dálítið á jöðrunum. Hugmyndin var að setja hana upp á vegg hér inni á kaffistofu.

Það var ekki hlaupið að því að stækka þessa mynd svona mikið, sem betur fer tók ég hana RAW, en 6mpx skrá er samt takmörkuð. Ég notaði Camera raw til að stækka myndina eins mikið og er hægt þar og notaði svo photoshop til að kreista enn meira úr myndinni.

Svona mynd virkar náttúrulega ekki ef maður rýnir í punktana af mjög stuttu færi, en ef maður stendur dálítið frá held ég að þetta komi ansi vel út.

myndir