Örvitinn

Hindurvitni í Borgarholtsskóla

Ég og Birgir fluttum fyrirlestur um hindurvitni í Borgaholtsskóla í morgun.

Þetta gekk ágætlega, við vorum reyndar með aðeins of mikið efni og náðum ekki að klára allt. Skárum fyrirlesturinn niður að honum loknum, hentum út nokkrum glærum. Verðum aftur í fyrramálið og rennum þá aftur yfir hindurvitni, allt frá DNA heilun til Scientology og kristni.

Eins og ég sagði, þá held ég að þetta hafi gengið ágætlega miðað við fyrsta skipti. Við þurfum að æfa okkur dálítið og pússa efnið til. En það er bara ansi gaman að flytja svona erindi, vonandi voru áhorfendur flestir þokkalega sáttir. Svo kom í ljós að ég er bara þokkalega góður miðill, jafnvel þó ég sé ekkert að reyna að vera það :-)

Við verðum örugglega aðeins betri á morgun og eftir svona tvö-þrjú skipti verðum við æðislegir :-P

Að fyrirlestri loknum brunaði ég í skólann hennar Kollu til að horfa á hana (og restina af bekknum hennar) dansa. Mjög skemmtilegt.

efahyggja