Örvitinn

Iceland Express rænir mig heilum degi

Ég var að fá tilkynningu frá Iceland Express. Í stað þess að fljúga út klukkan sjö um morguninn þann 14. júní - þá förum við í loftið klukkan 16:10 - í stað þess að lenda á Orly flugvelli klukkan tólf á hádegi þann dag - lendum við klukkan 22:25 á De Gaulle. Í staðin fáum við lengri lokadag, en erum að koma heim til okkar um miðja nótt í staðin (áætlað að lenda í Kef 23:55).

Það er ekki séns að ferðast eitthvað á þessum tíma sem þýðir að við þurfum gistingu í París í eina nótt. Þar með er fimmtudagurinn 14. júní farinn í rassgat.

Andskotans helvítis rugl.

Ég má eiga von á samtali frá starfsmanni Iceland Express, sem gerir tilraun til að útskýra málið, á næstu dögum. Ég ætla að spyrja um afsláttinn minn, einn dagur í útlöndum hlýtur að vera svona tíu-tuttugu þúsund króna virði.

kvabb
Athugasemdir

Erna - 28/02/07 18:40 #

Hvernig geta þeir bara sent þér svona "tilkynningu"? Ef maður kaupir flugmiða eiga þau þá ekki að standa við tímasetningar? Rugl! Eins gott að þú fáir afslátt! Líka gaman að vera starfsmaður hjá svona fyrirtæki að þurfa að útskýra svona bull fyrir pirruðum kúnnum.

Matti - 28/02/07 18:50 #

það er undarleg tilviljun að þessi tilkynning berst ekki fyrr en eftir að búið að er draga þetta af kreditkortun. Það er algjör heppni að við erum ekki búin að bóka lestarfar og gistingu þennan dag.

Í tölvupóstinum frá Iceland Express vísa þeir í reglugerð:

(Athugið að þessar breytingar eru gerðar í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins nr. 261/2004 um seinkanir og niðurfelld flug.)

En af hverju tilkynna þeir þetta fyrst núna? Það er fyrir löngu búið að breyta þessu - það veit ég vegna þess að tengdarmóðir mín var að reyna að panta flug til Parísar og gat ekki fengið flug á sama tíma og við.

Þannig að þeir lágu á þessum upplýsingum í all nokkra daga áður en þeir létu okkur vita.

N.b. þetta gildir um allt morgunflug í sumar!!

Við sendum þér þennan póst vegna þess að þú átt bókað morgunflug um París á fimmtudegi á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst 2007.

Matti - 28/02/07 18:51 #

N.b. hvað hefur þessi reglugerð um seinkanir og niðurfelld flug með þetta mál að gera? Er þetta ekki ósköp einfaldlega einhliða breyting af þeirra hálfu, algjörlega óháð einhverjum seinkunum?

Mummi - 01/03/07 13:12 #

Skíthælar.

Þeir felldu niður flug frá Kaupmannahöfn hjá mér og konunni í haust, eftir að fólk var mætt á flugvöllinn. Fluttu það yfir á næsta dag. Þetta þýddi að ég missti af fluginu sem ég átti frá Reykjavík til Akureyrar daginn eftir. Þar sem ég hafði pantað það flug með vildarpunktum var ekki hægt að breyta því, og þessi niðurfelling þeirra kostaði okkur hjónin því tæplega 20 þúsund kall. Þegar ég innti iceland express eftir því hvort þeir væru ekki bótaskyldir eða hefðu amk sóma í sér til að koma til móts við okkur barst okkur svar:

Við viljum einnig taka fram að viðbrögð Iceland Express voru í fullu samræmi við reglugerð Evrópusambandsins nr. 261/2004 um seinkanir og niðurfelld flug og erum við þar af leiðandi ekki bótaskyld, því miður.

Ég gerði það nú að leik mínum að lesa yfir þessi lög, og ég gat ekki séð það að þau gæfu heimild til að fella niður flug með engum fyrirvara og henda manni, daginn eftir, á annað flugfélag sem flýgur á sama stað án þess að greiða neinar bætur. Þegar ég spurði út í það hættu þau að tala við mig, sendu enga fleiri svarpósta.

Það tók mig þó einhverjar þrjár heimsóknir inn á kvartanavef þeirra til að fá svar in the first place.

Þetta er með öðrum orðum skítapakk í mínum huga og ég mun ekki eiga framar viðskipti við þá ef ég kemst hjá því.

Það skal tekið fram að við fengum aldrei að vita hvers vegna flugið var fellt niður. Í upphafi reyndu þau að bera við að veðrið væri svo slæmt heima, en þegar þeim var bent á að Icelandair væri með flug á sama tíma sem hefði haldið áætlun bökkuðu þau með veðurskýringuna.

Matti - 01/03/07 13:29 #

Þeir eru náttúrulega ekkert að fella flugið mitt niður, þeir eru einfaldlega að breyta því. Ég get því ekki séð hvernig þessi reglugerð á að styðja þeirra málstað.

Ég get semsagt ekki gert ráð fyrir því að Iceland Express muni greiða hótelkostnað fyrir okkur fyrstu nóttina, á hóteli rétt við flugvöllinn? :-|

Erna - 01/03/07 17:07 #

Er ekki einhver kærunefnd fyrir svona? Um að gera að láta bóka þetta einhvers staðar!