Örvitinn

Egill Helgason eyðir athugasemdum

Þetta er undarlegt. Ég setti athugasemd við þessa færslu hjá Agli Helgasyni rétt áðan og nú er athugasemd mín horfin. Ég skrifaði athugasemdina undir fullu nafni og ekki er hægt að segja að hún hafi verið ómálefnaleg eða dónaleg. Ég var ósköp einfaldlega að forvitnast um tvær athugasemdir sem hurfu, eina frá Agli sjálfum og svo svar við henni frá Óla Gneista

Hér er skjáskot af athugasemd minni ef þið trúið mér ekki :-)

Er eitthvað að marka Egil Helgason og vísi.is almennt ef þetta er ritstjórnarstefnan á þeim bæ?

Er þetta það sem Egill átti við með blautum draumum sínum um internet löggur?

vefmál
Athugasemdir

Særún María - 03/03/07 10:15 #

Er ekki einfaldasta skýringin á þessu sú að Egill er týpískur bloggari og þeir telja sér flestir heimilt að eyða athugasemdum út af eigin síðum kjósi þeir svo...? ;-)

Matti - 03/03/07 11:49 #

Jú, ætli það ekki :-)

En mér finnst standardinn skrítinn hjá honum og reyndar finnst mér hann hafa breyst undanfarið hjá mörgum bloggurum, sérstaklega moggabloggurum sem telja að þeir hafi heilagan rétt til að eyða öllum athugasemdum.

Hingað til hefur verið þegjandi samkomuleg um það meðal bloggara að maður eyðir ekki athugasemdum nema þær tengist ekki efni færslunnar eða séu dónalegar eða ómálefnalegar. Nú virðast margir á því að rétt sé að eyða athugasemdum sem eru óþægilegar, benda á staðreyndavillur eða rökvillur - eða koma einfaldlega illa út fyrir bloggarann.

Ég kenni moggablogginu um :-)

Óli Gneisti - 03/03/07 12:39 #

Athyglisverðast þótti mér að hann ótti eigin kommenti og síðan að hann þoli ekki spurningu um það hvað hafi orðið um kommentin.

Matti - 06/03/07 19:00 #

Ég kommentaði aftur hjá Agli, nú við aðra færslu. Við skulum sjá hvort þessi athugasemd fær að standa. Annars tók ég reyndar afrit af henni :-)

Mikið þætti mér vænt um það ef Egill hefði fyrir því að kynna sér það sem hann tjáir sig um.

Matti - 06/03/07 19:04 #

Ég trúi þessu ekki !

Sævar Helgi - 06/03/07 19:25 #

Úff, álit mitt á Agli Helgasyni hefur hríðfallið upp á síðkastið. Ég ætla að gera mitt besta til að láta fólk vita af þessum heigulshætti hjá Agli. Egill er greinilega ekki meiri maður en svo að hann þorir ekki að svara gagnrýni. Hann þykist vita allt mest og best. Þetta er nú meiri aumingjaskapurinn.

Hann hefur svo augljóslega ekkert lesið af Vantrú en varpar fram svona kjaftæði. Hann er á engan hátt trúverðugur lengur.

Svo það sé annars á hreinu, ég er í Vantrú en kýs ekki VG.

Matti - 06/03/07 20:11 #

Hér er athugasemdin sem Egill eyddi.

Þetta eru rangfærslur Egill

"Þessi hópur kemur víða við - heldur meðal annars úti vef sem heitir Vantrú - og hann hefur líka reynt að hasla sér völl innan stjórnmálaflokka, nú síðast í Vinstri grænum."

Þetta er einfaldlega rangt Egill. Það er enginn hópur sem heldur úti Vantrú og reynir að hasla sé völl innan stjórnmálaflokka. Ég ætti að vita þetta þar sem ég er formaður félagsins Vantrúar sem heldur úti vefsíðunni Vantrú.is - ekki hef ég nokkur tengsl innan stjórnmálaflokka

Að sjálfsögðu eru til trúleysingjar sem eru í VG, annað væri undarlegt.

Í alvöru Egill, þú verður að vanda málflutning þinn örlítið. Það gengur ekki að "álitsgjafi" eins og þú delerir um hópa fólks án þess að gera minnstu tilraun til þess að kynna þér staðreyndir málsins. Þetta er í raun skammarlegt.

Hver er svo þessi Jón Torfason? Hefur hann eitthvað vægi hjá VG?

Egill breytti svo textanum sem ég vitna í þannig að hann virðist líta svo á að efnislega sé athugasemd mín rétt. Hann vill bara ekki láta leiðrétta sig á sinni síðu.

Ekki traustvekjandi.

Gunnar - 08/03/07 01:04 #

Nú er ég líka kominn út í kuldann hjá Agli. Í nýjasta pistlinum hans gagnrýnir hann fræðsluefni um kynferðisofbeldi fyrir leikskóla. Það væri hægt að taka allar þrjár málsgreinarnar hans nánast óbreyttar og heimfæra þær á kirkjustarf í leikskóla og á Vinaleiðina. Ég benti honum á þetta, en byrjaði á að taka fram að ég væri ekki og hefði aldrei verið meðlimur í Vantrú, eins og satt er, svona til að draga úr líkunum á að verða ritskoðaður. En allt kom fyrir ekki, þessi ábending mín um gjörólíka afstöðu hans í hliðstæðum málum hefur misboðið honum. Ég er greinilega ofstækisfyllri en ég hef hingað til haldið.

Matti - 08/03/07 08:21 #

Ég hugsaði það sama og þú þegar ég las þennan pistil Egils, langaði óskapleg mikið að setja inn athugasemd en vissi að það var til einskis.

Svo virðist sem Egill eyði öllum athugasemdum sem láta hann líta illa út!