Örvitinn

Svo er það Örn Bárður

Ég heiti því að þetta er síðasta ritskoðunarfærslan í bili :-)

Séra Örn Bárður í Neskirkju er enn einn ritskoðunarsinninn. Hann eyðir öllum athugasemdum mínum og annarra Vantrúarsinna óháð innihaldi.

Um daginn setti ég athugasemd við þessa færslu, í athugasemdinni sem ég hafði því miður ekki vit á að vista, spurði ég hvort ekki væri þversögn fólgin í skrifum hans og gjörðum í ljósi þess að frægasti klámframleiðandi Íslands hafði nýlega messað í kirkjunni hans. Einnig bað ég guðfræðinga að kommenta á Esekíel 23:1-20.

Í gær setti ég eftirfarandi athugasemd við þessa færslu, þar sem Örn Bárður brosir hringinn útaf góðri kirkjusókn í Neskirkju. Ég spurði:

Hvað voru mörg börn í barnakórnum? Hvað má gera ráð fyrir að margir ættingjar fylgi hverju barni?
Hve margir gesta voru fermingarbörn sem eru neydd til að mæta í kirkju?

Örn Bárður sendi mér tölvupóst, sem hann bannar mér að birta (hefur það eitthvað vægi? - æi, hann kærir mig þá bara), en þar upplýsir hann mig um að mér sé velkomið að gera athugasemdir hjá honum, en hann muni ekki birta neinar athugasemdir frá mér eða nokkrum öðrum Vantrúarsinna! Mér finnst þetta dálítil þversögn, en ég má semsagt gera athugasemdir við hann persónulega en enginn annar má sjá þær.

Sjáið þið nú hvað við þurfum að fást við? Eins og ég sagði í Vantrúargreininni á sunnudag, þá á þetta fólk ekki í neinum vandræðum með að "ræða" trúmál við börn en þegar kemur að því að rökræða við fullorðið fólk virðist viljinn (og getan) minni hjá langflestum.

Ég botna eiginlega ekkert í þessu.

Þar með er frásögnum af ritskoðuðum athugasemdum mínum lokið í bili. Ég mun ekki hætta að tjá mig á bloggsíðum trúmanna þar sem athugasemdarkerfi er opið og á því ekki von á að öðru en að þetta haldi áfram, ég nenni bara ekki að blogga um það á næstunni, kannski birti ég samantekt síðar. Ég hef nefnilega lært að vista allar athugasemdir sem ég set hjá trúfólki :-)

kristni
Athugasemdir

Guðmundur D. Haraldsson - 06/03/07 20:27 #

Þeir ættu kannski að setja banner á síðuna sína:

Spurningar leyfilegar, en hörð gagnrýni ekki.

Spurning...

Matti - 06/03/07 21:50 #

Jamm, en ég og aðrir Vantrúarsinnar megum ekki einu sinni bjóða honum góðan daginn :-)