Örvitinn

Gærdagurinn

Fórum í kistulagningu í gær. Ég þarf að skrifa hugleiðingar mínar um greftrunarathafnir á Íslandi. Að mínu mati hefur einokun kirkjunnar haft neikvæðar afleiðingar á því sviði hér á landi, framkvæmdin á þessu er einfaldlega úrelt. Meira um það síðar.

Eftir athöfn var kaffi hjá Gunnu og Ásmundi. Þvínæst kvöldmatur hjá foreldrum mínum. Þessi dagur varð því dálítið eins og helgardagur og stelpurnar fóru seint í bælið.

Kolla svaf illa í nótt og er næstum örugglega komin með eyrnabólgu. Við sendum hana ekki í skólann, Gyða er heima, þær kíkja til læknis klukkan tíu. Kolla er ekki vön að kvarta nema eitthvað sé að.

10:45
Kolla var með bólgu í báðum eyrum.

dagbók
Athugasemdir

sirrý - 10/03/07 10:25 #

Samhryggist ykkur innilega. Misti alveg af færslunni þar sem þú sagðir að hún væri látin. Bið að heilsa Gyðu

Pétur Björgvin - 12/03/07 12:29 #

Votta ykkur samúð mína. Hvet þig til að skrifa hugleiðingu um aðstoð, stuðning og framkvæmd á öllu því sem við kemur andláti á Íslandi frá sjónarhorni einstaklings sem óskar eftir slíkri þjónustu án hvers kyns aðkomu trúarbragða eða fulltrúa þeirra. Í raun þætti mér líka að amk ein útfararstofa ætti að sjá sérstakan sóma sinn í því að sérhæfa sig í slíkri þjónustu.

Matti - 12/03/07 12:32 #

Þakka ykkur báðum.

Pétur, ég hef lengi verið með að spá í að skrifa slíka grein og kem því vonandi í verk bráðlega.

Þetta er þó dálítið viðkvæmt efni og því þarf að vanda vel til verka.