Örvitinn

Æi Egill

Áfram heldur Egill Helgason. Mikið á maðurinn bágt.

Þetta finnst mér næstum því fyndið:

Athugasemdakerfið fyllist á örfáum mínútum. Get a life - hugsar maður. Hafið þið ekkert betra að gera? Sum kommentin eru svo dónaleg að maður neyðist til að fjarlægja þau.

Sjáið hvað hann er að reyna að gera? Egill Helgason eyðir bara dónalegum athugasemdum! Uh, er það alveg satt? Auk þess eru þetta bara ósannar dylgjur, við Vantrúarsinnar höfum ekki verið að senda inn eitthvað gríðarlegt magn athugasemda. En við getum náttúrulega ekki svarað fyrir okkur, vegna þess að Egill Helgason hefur sagt að hann mun eyða öllum athugasemdum okkar óháð innihaldi.

Mikið vildi ég óska þess að Egill hætti þessum dylgjum, ýkjum og ósannindum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Ásgeir - 10/03/07 22:43 #

Hann lætur eins og smákrakki.

Matti - 11/03/07 11:35 #

Afar fínn pistill Gunnar.

Binni - 12/03/07 11:01 #

Hvers vegna eiga menn bágt ef þeim hugnast ekki málflutningur ykkar? Hvers vegna eiga menn bágt ef þeir vilja ekki láta athugasemdir ykkar standa undir því sem þeir skrifa? Egill ræður þessu einfaldlega sjálfur rétt eins og þú ræður því sjálfur hvernig þú hefur bloggið þitt.

Nú er komin nokkur reynsla á málflutning Vantrúarnetsins. Þið vantrúarmenn standið einfaldlega frammi fyrir því að æ færra fólki hugnast þessi málflutningur sama hvaða lífsskoðun það aðhyllist. Er ekki full ástæða til að funda um þetta og mýkja svolítið herferðina?

Matti - 12/03/07 11:03 #

Vegna þess að Egill Helgason bannar okkur að svara honum málefnalega en heldur áfram að skrifa um okkur.

Ég hélt það hefði komið fram.

Matti - 12/03/07 11:06 #

Nú er komin nokkur reynsla á málflutning Vantrúarnetsins. Þið vantrúarmenn standið einfaldlega frammi fyrir því að æ færra fólki hugnast þessi málflutningur sama hvaða lífsskoðun það aðhyllist. Er ekki full ástæða til að funda um þetta og mýkja svolítið herferðina?

Binni. Farðu fyrir mig á Vantrú og finndu fyrir mig grein sem þér finnst eitthvað athugavert við. Helst grein sem hefur verið skrifuð síðasta hálfa árið.

Hér er mánaðayfirlitið fyrir mars til að auðvelda yfirferðina.

Getur verið að þessi "reynsla" sem þú talar um sé mýta?

Binni - 12/03/07 12:13 #

Er þá bannað að skrifa um ykkur án þess að hafa athugasemdakerfið opið? Þið hafið nú öflugan vettvang til að svara fyrir ykkur. Þið minnið svolítið á eltihrella í athugasemda-kapphlaupinu, þörfin fyrir að hafa síðasta orðið gerir margan argan. En fólk á ekki bágt af þessum ástæðum, Matti.

Hafa orðið vatnaskil síðasta hálfa árið? Þarna sérðu hvað ég fer sjaldan á Vantrú. Þar finn ég löngum svo margt hraksmánarlegt (eins og t.d. umfjöllun um Passíusálmana, svo ég nefni gamalt dæmi) að ég er löngu hættur að elta ólar við það. Þetta höfðar ekki til mín (og er ég þó ekki með öllu áhugalaus um trúleysi). En ég myndi ekki nota orðið „mýta“ um þetta atriði. Þar er langt eftir litlu seilst.

Matti - 12/03/07 12:21 #

Er þá bannað að skrifa um ykkur án þess að hafa athugasemdakerfið opið?

Athugasemdarkerfi Egils er opið, bara ekki fyrir okkur, óháð innihaldi athugasemda. Hefur þú séð athugasemdirnar sem hann eyddi, lastu kvabbið hans Gunnars?

Svo finnst mér satt að segja ekki við hæfi að hafa athugasemdarkerfi lokað þegar maður er að skrifa um einhverja sem líklegir eru til að svara.

En fólk á ekki bágt af þessum ástæðum, Matti.

Ég hef átt tölvupóstsamskipti við Egil, hann hringdi í Óla. Hann á dálítið bágt útaf þessu máli, trúðu mér!

Þið minnið svolítið á eltihrella í athugasemda-kapphlaupinu, þörfin fyrir að hafa síðasta orðið gerir margan argan.

Við höfum þá þörf vissulega þegar við erum höfð fyrir rangri sök. Finnst þér það skrítið?

Hafa orðið vatnaskil síðasta hálfa árið? Þarna sérðu hvað ég fer sjaldan á Vantrú. Þar finn ég löngum svo margt hraksmánarlegt (eins og t.d. umfjöllun um Passíusálmana, svo ég nefni gamalt dæmi) að ég er löngu hættur að elta ólar við það.

Ég tók hálft ár bara sem dæmi, ég held það myndi litlu breyta þó þú færir heilt ár aftur í tímann. Auðvitað þróast vefsíða eins og Vantrú með tímanum.

Þannig að þegar þú segir að við þurfum að "mýkja herferðina" hefur þú í raun ekki hugmynd um hvað þú ert að segja - eða hvað? Orðið mýta á vel við, nema þú getir sýnt fram á annað.

Eins og ég hef áður sagt, þá les ég stundum yfir Vantrúargreinar þegar ég fæ ásakanir eins og þá sem þú setur hér fram. Ég finn sáralítið sem hægt er að rökstyðja að sé gróft og ekkert sem halda má fram að sé ómálefnalegt, nema kannski þegar um augljóst (og merkt) grín er að ræða.

Nú svara ég þér enn og aftur, er það þá bara staðfestin á því að við séum eins og "eltihrella[r] í athugasemda-kapphlaupinu, þörfin fyrir að hafa síðasta orðið gerir margan argan"? :-|

Birgir Baldursson - 12/03/07 18:33 #

Ég held að þarna liggi einn helsti munurinn á okkur og hinni gegnumgangandi aðferð guðfræðinga og presta. Þegar við erum gagnrýnd svörum við gagnrýninni og rökstyðjum svör okkar. Algengast er að sjá boðbera trúarinnar þegja af sér alla gagnrýni, en koma svo annað slagið með yfirlýsingar um ofstæki okkar.

Munum að það er gagnrýnt á báða bóga. Af hverju er það dæmi um ofstæki að svara þeirri gagnrýni sem maður fær?

Matti - 14/03/07 10:34 #

Þegar við erum gagnrýnd svörum við gagnrýninni og rökstyðjum svör okkar. Algengast er að sjá boðbera trúarinnar þegja af sér alla gagnrýni, en koma svo annað slagið með yfirlýsingar um ofstæki okkar.

Þetta er ekki bara góð lýsing heldur reyndist þú sannspár - hvar er Binni? :-) Er hann sammála mér eða ákvað hann bara að það þýddi ekkert að tala við mig - ég sé bara öfgamaður sem hlusta ekki á rök?