Örvitinn

Þessi litla stund

Ég á það til að sofna þegar ég er að svæfa stelpurnar. Þá missi ég af bestu stundinni, þegar þær sofna.

Í kvöld tókst mér að vaka. Gyða og Áróra skruppu í bíó þannig að ég las fyrir báðar stelpurnar og kúrði svo hjá þeim, fyrst hjá Kollu og síðan Ingu Maríu.

Kolla var næstum sofnuð þegar ég fór yfir til Ingu Maríu sem var enn vakandi en greinilega syfjuð. Ég lagðist hjá henni og horfði á hana sofna á um það bil þremur, fjórum mínútum.

Í grámygluðum hversdagsleikanum eru það þessar litlu stundir sem lyfta manni upp.

dagbók